Upplýsingafundur fyrir íbúa Grindavíkur fer fram nú klukkan 17, en þar er markmiðið að upplýsa íbúa um stöðu jarðhræringa og innviða í og við Grindavík. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan, en hann verður einnig túlkaður á pólsku.
Meðal þeirra sem sitja fyrir svörum á fundinum eru ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, jarðvísindafólk og fulltrúar frá Grindavíkurbæ, Vegagerðinni, HS orku, HS veitum og Náttúrhamfaratryggingum.
Hægt er að sjá upptöku af fundinum hér:
Fundurinn er haldinn af almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en uppgefinn fundartími er til klukkan 19.
Í fundarboði kemur fram að undanfarið hafi komið fram að staðan sé ekki góð og því sé mikilvægt fyrir íbúa að fá réttar upplýsingar í máli og myndum.
Dagskrá fundarins:
Fundarstjórn, Almannavarnir
Auk þessara aðila verða fulltrúar eftirtalinna á staðnum: