Fjölskylduhjálp Íslands að leggja upp laupana

Ásgerður Jóna Flosadóttir.
Ásgerður Jóna Flosadóttir. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Fjöl­skyldu­hjálp Íslands mun að óbreyttu skella í lás í sum­ar, eft­ir 20 ára starf­semi. Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir, stofn­andi og formaður Fjöl­skyldu­hjálp­ar, upp­lýs­ir þetta í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Hún seg­ir for­send­ur fyr­ir rekstr­in­um ekki leng­ur fyr­ir hendi. Hún seg­ist hafa borið fjár­hags­lega ábyrgð á rekstr­in­um öll þessi 20 ár. „Við kaup­um aldrei neitt nema eiga fyr­ir því. Greiðum allt á gjald­daga. Höf­um aldrei notað yf­ir­drátt­ar­heim­ild. Bankalán höf­um við ekki tekið,“ seg­ir Ásgerður Jóna og er ekki til­bú­in að taka 20-25 millj­óna króna lán með veði í heim­ili sínu, til að halda hjálp­ar­starf­inu áfram.

Aukin aðsókn hefur verið í mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands.
Auk­in aðsókn hef­ur verið í mat­araðstoð hjá Fjöl­skyldu­hjálp Íslands. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hún seg­ir stjórn­völd ekki hafa komið Fjöl­skyldu­hjálp­inni til aðstoðar við erfiðar aðstæður. Hún sé reiðubú­in að halda áfram ef stjórn­völd eru reiðubú­in að leggja sitt af mörk­um til stuðnings við bág­stadda hér á landi. Þakk­ar hún þeim fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um sem hafi lagt starf­inu lið. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert