Sækja um 15 milljarða lán til endurbóta á skólum

Borgin sækir um lán til að fjármagna viðhaldsátak í skólahúsnæði …
Borgin sækir um lán til að fjármagna viðhaldsátak í skólahúsnæði borgarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Reykja­vík­ur­borg hyggst sækja um rúm­lega 15 millj­arð króna lán til Þró­un­ar­banka Evr­ópuráðsins til að fjár­magna viðhaldsátak á hús­næði leik­skóla, grunn­skóla og frí­stund­ar í borg­inni.

Það var borg­ar­ráð sem samþykkti í dag að heim­ila borg­ar­stjóra að sækja um lánið til að fylgja eft­ir áætl­un sem upp­runa­lega var lögð fram þann 4. nóv­em­ber árið 2021. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg. 

Um er að ræða lán að fjár­hæð 100 millj­ón­um evra sem í ís­lensk­um krón­um nem­ur um 15 millj­örðum króna eða um 50% af þeirri áætl­un sem lá fyr­ir við upp­haf verk­efn­is­ins.

Um er að ræða um­fangs­mikið viðhaldsátak á skóla­hús­næði borg­ar­inn­ar og er gert ráð fyr­ir að það muni ná yfir næstu fimm árin, eða sam­kvæmt fjár­hags­áætl­un til árs­ins 2028. 

3 millj­arða skulda­bréfa­út­boð

Í dag samþykkti borg­ar­ráð jafn­framt heim­ild til fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs um að leita til­boða og samþykkja til­boð í um­sjón með út­gáfu á nýj­um óverðtryggðum skulda­bréfa­flokki til skemmri tíma, eða þriggja til fimm ára. 

Útgáfa á nýj­um stutt­um skulda­bréfa­flokki yrði inn­an samþykkt­ar lán­töku­áætlun­ar fyr­ir árið 2024 og fjár­hæð út­gáf­unn­ar allt að 3 millj­arðar króna. 

Í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg seg­ir að til­gang­ur­inn sé að auka úr­val fjár­fest­inga­kosta á skulda­bréfa­markaði og ná til breiðari hóps fjár­festa, en megnið af út­gefn­um skulda­bréf­um borg­ar­inn­ar eru til langs tíma. 

Fjölga val­kost­um í fjár­mögn­un 

Til viðbót­ar var fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði veitt heim­ild til að leita sam­hliða til­boða í mögu­lega um­sjón, ráðgjöf og út­gáfu á nýj­um löng­um verðtryggðum skulda­bréfa­flokki.

Til­gang­ur út­gáf­unn­ar væri að fjölga val­kost­um í fjár­mögn­un og lána­stýr­ingu en hefðbundn­ir verðtryggðir skulda­bréfa­flokk­ar Reykja­vík­ur­borg­ar og jafn­framt þeir stærstu eru með loka­gjald­daga árið 2032 og 2053.

Gert er ráð fyr­ir að markaðsaðilum verði boðið að senda til­boð í um­sjón með of­an­greindu og að samið verði við einn eða fleiri aðila um ráðgjöf og um­sjón með út­gáfu og sölu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert