Methagnaður og vilja greiða 20 milljarða í arð

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Lands­virkj­un­ar legg­ur til að greidd­ur verði 20 millj­arða króna arður til rík­is­ins á þessu ári, sem er sama fjár­hæð og greidd var í fyrra. Nem­ur fjár­hæðin um 72% af hagnaði árs­ins 2023. Til­laga þessa efn­is var samþykkt á fundi stjórn­ar­inn­ar í gær.

Í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un er haft eft­ir Herði Arn­ar­syni for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins að síðasta ár hafi verið besta rekstr­ar­ár í sög­unni. Hagnaður af grunn­rekstri hafi numið 375 millj­ón­um banda­ríkja­dala og skuld­ir lækkað um 151 millj­ón dala.

„Þessi ár­ang­ur náðist þrátt fyr­ir að tekj­ur af sölu til stór­not­enda drægj­ust sam­an vegna verðlækk­ana á mörkuðum, en heild­ar­rekstr­ar­tekj­ur juk­ust veru­lega, einkum vegna áhættu­varna. Þannig hef­ur virk áhættu­stýr­ing í rekstri Lands­virkj­un­ar sannað gildi sitt, en hún dreg­ur úr tekju­sveifl­um og stuðlar að stöðugri rekstr­araf­komu fyr­ir­tæk­is­ins. Rekstr­ar- og viðhaldskostnaður hækkaði ein­göngu um 4% á milli ára,“ seg­ir Hörður.

Hörður seg­ir og að hagnaður af grunn­rekstri fyr­ir­tæk­is­ins hafi numið 52 millljörðum króna á sl. ári og hagnaður fyr­ir­tæk­is­ins hafi aldrei verið meiri. Hagnaður­inn hafi auk­ist um 19% frá ár­inu 2022 sem þó hafi verið metár og fár­hags­staða fyr­ir­tæk­is­ins hafi aldrei verið betri. Eig­in­fjár­hlut­fall í lok sl. árs hafi verið 65,4% og auk­ist úr 59,3% frá fyrra ári.

Hörður seg­ir að þó séu blik­ur á lofti í raf­orku­mál­um. „Fram­kvæmd­ir við orku­öfl­un hafa taf­ist af ýms­um or­sök­um og lík­ur eru á því að raf­orku­fram­leiðsla nái ekki að anna eft­ir­spurn vegna orku­skipta og al­menns vaxt­ar sam­fé­lags­ins fyrr en í fyrsta lagi á ár­un­um 2027-28,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert