Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, formaður flokksráðs og félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að búið sé að stilla VG upp við vegg í umræðunni um útlendingamál.
Þetta kom fram í ræðu hans flokkráðsfundi VG sem haldinn var á Fosshótel fyrr í dag.
„Eitt þeirra málefna sem hefur litað alla stjórnmálaumræðu á undanförnum misserum eru útlendingamál. Mér hefur fundist VG fara halloka í þeirri umræðu undanfarin misseri og við ekki komist nægjanlega vel að í umræðunni með áherslur okkar, þar sem okkur hefur ítrekað verið stillt upp við vegg með að samþykkja eða hafna einstökum lagafrumvörpum frá dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins,“ sagði ráðherrann.
Vinstri grænir ná ekki inn manni á þing samkvæmt könnun Þjóðarpúls frá síðasta mánuði. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sagði á flokkráðsfundinum að flokkurinn mynda rísa upp eins og Þorvaldur Örlygsson, nýkjörinn formaður KSÍ.