Katrín: Höfum krafist lausnar gíslanna

Katrín kveðst fordæma öll brot á alþjóðalögum. Mynd til hægri …
Katrín kveðst fordæma öll brot á alþjóðalögum. Mynd til hægri sýnir konu frá Ísrael sem var tekin af Hamas-liðum þann 7. október. Samsett mynd/Kristinn Magnússon/Twitter

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst fordæma öll brot á alþjóðalögum í stríði Ísraels við hryðjuverkasamtökin Hamas.

Á dögunum birtist skýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem fram kom að talið sé að liðsmenn Hamas hafi gerst sek­ir um nauðgan­ir þegar þeir réðust inn í Ísra­el 7. októ­ber í fyrra og að gísl­um sem voru í fram­hald­inu flutt­ir á Gasa­svæðið hafi einnig verið nauðgað. Hamas hafna því að liðsmenn sínir hafi beitt kynferðisofbeldi.

„Við höfum auðvitað fordæmt árás Hamas-samtakanna sem og haldið því til haga í öllum okkar málflutningi – þar höfum við krafist lausnar þessara gísla,“ segir Katrín aðspurð að loknum ríkisstjórnarfundi í gær.

Vopnaður Hamas-liði á tónlistarhátíðinni NOVA í Ísrael þann 7. október.
Vopnaður Hamas-liði á tónlistarhátíðinni NOVA í Ísrael þann 7. október. AFP

Stjórnvöld verið skýr

Spurð hvort að þessi skýrsla kalli á sérstaka fordæmingu íslenskra stjórnvalda eða af hennar hálfu, þar sem hún hefur áður fordæmt einstaka atvik í stríðinu, segir hún að hún fordæmi öll brot á alþjóðalögum.

„Ég hef fordæmt öll brot á alþjóðalögum í þessum átökum ítrekað og nú síðast þar sem ég einmitt fordæmdi líka þær myndir sem birtust okkur á fimmtudaginn – tók þá sérstaklega fram að áfram krefðumst við lausn þessara gísla. Íslensk stjórnvöld hafa verið mjög skýr og samkvæm sjálfum sér í því að við fordæmum öll brot á alþjóðalögum í svona ástandi.“

Átti sér stað á mörgum stöðum 

Fram kem­ur í skýrsl­unni að teymið tel­ur að kyn­ferðisof­beldi hafi átt sér stað á mörg­um stöðum þann 7. októ­ber, þar á meðal nauðgan­ir og hópnauðganir.

Þetta hefði gerst á að minnsta kosti þrem­ur stöðum: Nova-tón­list­ar­hátíðinni og ná­grenni henn­ar, Vegi 232 og á Kibbuz Re´im.

„Í flest­um þess­ara til­vika var fórn­ar­lömb­un­um nauðgað fyrst og síðan voru þau drep­in og að minnsta kosti tvö til­vik tengj­ast nauðgun á lík­um kvenna,” sagði í skýrsl­unni.

Þetta fólk er í hópi þeirra sem myrtir voru af …
Þetta fólk er í hópi þeirra sem myrtir voru af Hamas í ísraelska bænum Sderot. Engum var hlíft, ekki einu sinni ungbörnum. AFP/Oren Ziv
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert