„Mér bara dauðbrá, það eru þarna einhverjar sekúndur þar sem maður veit ekkert hvað er að fara að gerast,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks um uppþotið á Alþingi á þriðjudag sem er til umfjöllunar í Dagmálum þar sem hún fór yfir málið með Orra Páli Jóhannssyni þingflokksformanni VG í samtali við Andrés Magnússon blaðamann.
Hildur segir nauðsynlegt að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki en þingflokksformennirnir eru sammála um að það sé nauðsynlegur hluti af þinghaldinu að halda pöllunum þar sem almenningur getur fylgst með umræðum opnum.
Hluta spjallsins er hægt að sjá í myndskeiðinu hér að ofan en þáttinn í heild sinni er að finna hér að neðan.