Bátastrætó tengi höfuðborgarsvæðið

Með því að byggja upp leiðakerfi fyr­ir báta­strætó á höfuðborg­ar­svæðinu mætti stytta ferðatíma veru­lega og bjóða um leið upp á nýja afþrey­ingu fyr­ir heima­menn og ferðamenn.

Pálm­ar Harðar­son, eig­andi Þingvangs, bend­ir á þetta, en hann hef­ur falið arki­tekt að gera frumdrög að slíku leiðakerfi sem eru end­ur­birt á meðfylgj­andi grafi. Kall­ar hann eft­ir viðbrögðum skipu­lags­yf­ir­valda sem geti unnið hug­mynd­irn­ar frek­ar.

Við Hafn­ar­fjarðar­höfn og á Gufu­nesi

Syðsta stöðin yrði við Hafn­ar­fjarðar­höfn og yrði næsti viðkomu­staður á norðan­verðu Álfta­nesi. Þaðan væri siglt í Sjá­lands­hverfið og sér Pálm­ar þar fyr­ir sér tvær stöðvar, aðra við Sjá­lands­hverfið vest­an­vert og hina við veit­inga- og sam­komu­húsið Sjá­land sem eig­end­ur World Class hyggj­ast breyta í lík­ams­rækt og veit­ingastað.

Frá Sjálandi yrði siglt í Kárs­nesið og eins og í Sjá­lands­hverf­inu sér Pálm­ar fyr­ir sér tvær stöðvar, aðra við Kárs­nes­höfn og hina við aðstöðu sigl­inga­klúbbs­ins á norðan­verðu Kárs­nesi. Frá Kárs­nesi yrði siglt í Naut­hóls­vík og svo til Skerja­fjarðar. Þaðan ligg­ur leiðin á Seltjarn­ar­nes, svo til Reykja­vík­ur­hafn­ar og loks yrði enda­stöðin við Gufu­nes.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert