Getum ekki beðið „með að framkvæma eftirlitið betur“

Guðlaugur Þór segir ljóst að fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits eins og það …
Guðlaugur Þór segir ljóst að fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits eins og það er í dag hafi sýnt fram á galla sína og því þurfi að laga það. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég trúi ekki öðru en að heil­brigðis­eft­ir­lit­in sem um ræðir, og önn­ur, taki verklag sitt til end­ur­skoðunar án þess að ein­hver segi þeim að gera það. Ef þetta er ekki ástæða til að gera það þá veit ég ekki hvað þarf til.“ 

Þetta seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, innt­ur eft­ir viðbrögðum við hlut heil­brigðis­eft­ir­lits­ins í tengsl­um við for­dæma­laus­ar aðgerðir mat­væla­eft­ir­lits Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur, í mat­vælala­ger að Sól­túni 20, en heil­brigðis­eft­ir­litið heyr­ir und­ir ráðuneyti Guðlaugs. 

Víðfeðmar aðgerðir und­an­far­in miss­eri 

Ýmis­legt hef­ur gengið á síðan um­fjall­an­ir um um­rædd­an mat­vælala­ger að Sól­túni 20 komust í há­mæli í byrj­un nóv­em­ber.

Fljót­lega komu í ljós vís­bend­ing­ar um að fólk hefði dvalið í kjall­ar­an­um og í síðustu viku réðst lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu í eina stærstu lög­regluaðgerð sög­unn­ar, en farið var í aðgerðina vegna rök­studds gruns um man­sal, pen­ingaþvætti, brot á at­vinnu­rétt­ind­um út­lend­inga og gruns um skipu­lagða brot­a­starf­semi. 

Sam­hliða hef­ur átt sér stað umræða um heil­brigðis­eft­ir­lit í land­inu og úrræði til eft­ir­lits, en engu veit­inga­húsi var lokað í tengsl­um við mat­vælala­ger­inn þrátt fyr­ir að þar hefði fund­ist bæði lif­andi og dauð mein­dýr. 

Maður vill sjá eft­ir­litsaðila grípa til aðgerða

„Við sjá­um það út frá frétt­um und­an­far­inna vikna að við verðum að hafa virkt eft­ir­lit,“ seg­ir Guðlaug­ur og bæt­ir við: 

„Ef við sjá­um ásetn­ings­brot með þess­um hætti, sem geta haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér, þá vill maður sjá að viðkom­andi eft­ir­litsaðilar grípi strax til aðgerða.“

Í því sam­hengi seg­ir Guðlaug­ur áform um að fara í gagn­ger­ar breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi eft­ir­lits með holl­ustu­hátt­um og meng­un­ar­hátt­um og mat­væla­eft­ir­liti með það að mark­miði að ein­falda kerfið og gera það skil­virk­ara. 

Um­rædd­ar breyt­ing­ar yrðu í sam­ræmi við niður­stöður starfs­hóps sem skipaður var í októ­ber árið 2022 og lagði til nýtt fyr­ir­komu­lag í októ­ber á síðasta ári, en um er að ræða vinnu sem vinna þarf í sam­ráði við um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneytið, mat­vælaráðuneytið og sveit­ar­fé­lög­in. Aðspurður seg­ir hann þó um að ræða stórt verk­efni sem ráðgert er að taki tvö ár að fram­kvæma. 

Get­ur ekki verið eðli­legt 

Get­um við beðið í tvö ár eft­ir því að þetta kerfi taki breyt­ing­um? 

„Við get­um ekki beðið í tvö ár með að fram­kvæma eft­ir­litið bet­ur. Í mín­um huga er það mjög skýrt að þetta hlýt­ur að vera um­hugs­un­ar­efni fyr­ir þá sem fara með mál­in, þegar þeir sjá þessa hluti,“ seg­ir Guðlaug­ur en árétt­ar að um­rædd kerf­is­breyt­ing muni taka tíma. 

„En það breyt­ir því ekki að við eig­um ekki að vera í óvissu með heil­brigðis­eft­ir­litið. Það á að vera skil­virkt og það á að virka,“ seg­ir Guðlaug­ur og bæt­ir við: 

„Við eig­um ekk­ert að bíða með það að hafa skil­virkt eft­ir­lit, það þarf enga laga­breyt­ingu til þess, það þarf bara fram­kvæmd. Það get­ur ekki verið með allt þetta fyr­ir­komu­lag og all­an kostnað við þetta, að það sé eðli­legt að sitja uppi með þá stöðu sem við erum að tala um hér.“

Sömu regl­ur hljóta að gilda alls staðar 

Eins og fram kem­ur hér að ofan var engu veit­inga­húsi lokað í kjöl­far for­dæma­lausra aðgerða mat­væla­eft­ir­lits Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur. Þá er veit­inga­hús­um sem skora einn í ein­kunn í eft­ir­liti mat­væla­eft­ir­lits­ins held­ur ekki lokað, en starf­sem­in er tak­mörkuð eða stöðvuð að hluta. 

Nokk­ur umræða hef­ur átt sér stað um traust til eft­ir­litsaðila í þessu sam­hengi. Bæði varðandi það hversu lengi veit­inga­hús fái að starfa þrátt fyr­ir að upp­fylla ekki kröf­ur mat­væla­eft­ir­lits­ins og einnig varðandi upp­lýs­inga­gjöf til al­menn­ings í kjöl­far eft­ir­lits á hverj­um stað.

Er það sér­stak­lega vegna þess að það er mis­mun­andi eft­ir um­dæmi hvers heil­brigðis­eft­ir­lits hvort niður­stöður úr eft­ir­liti eru aðgengi­leg­ar auk þess sem það er mis­mun­andi hvernig þær eru sett­ar fram. 

Aðspurður seg­ir Guðlaug­ur það gefa auga leið að í 400.000 manna sam­fé­lagi hljóti sömu regl­ur að gilda alls staðar. Það að sömu regl­ur virðist ekki gilda alls staðar seg­ir Guðlaug­ur til að mynda koma sér illa í út­flutn­ingi á mat­vöru. 

ESA er í ferli vegna þess að þetta er ekki í nógu góðu standi hjá okk­ur, þetta er ekki nógu traust kerfi.“

Tel­ur menn ekki þurfa að bíða eft­ir laga­setn­ingu 

Spurður hvort um­dæm­um heil­brigðis­eft­ir­lits­ins beri að birta upp­lýs­ing­arn­ar úr eft­ir­liti seg­ir Guðlaug­ur ein­falda svarið vera já. Hann spyr þó hvort þörf sé á að skrifa þá skyldu út í smá­atriðum. 

„Ef þú ert að reka heil­brigðis­eft­ir­lit, til hvers er það? Það er fyr­ir fólkið, þarf að skrifa það út?“ spyr Guðlaug­ur. 

Til út­skýr­ing­ar seg­ir hann mik­il­vægt að vanda laga­setn­ingu þannig að hún taki á sem flest­um þátt­um. „En það er svo sann­ar­lega ekki bannað að veita fólki upp­lýs­ing­ar um veit­ingastaði eða aðra þá sem að fram­leiða mat,“ seg­ir Guðlaug­ur sem tel­ur menn ekki þurfa að bíða eft­ir laga­setn­ingu til þess.

Í því sam­hengi árétt­ir hann þó að mat­væla­eft­ir­lit heil­brigðis­eft­ir­lits­ins heyri und­ir mat­væla­eft­ir­litið á meðan ann­ar hluti eft­ir­lits­ins heyri und­ir hans ráðuneyti. 

Ef Dan­mörk get­ur gert það þá get­ur Ísland það

Að lok­um berst talið að broskarla­kerfi við inn­gang veit­ingastaða sem hef­ur það að mark­miði að upp­lýsa neyt­end­ann um niður­stöðu eft­ir­lits með ein­föld­um hætti. Um er að ræða kerfi sem hef­ur verið við lýði í Dan­mörku frá alda­mót­um og kerfi sem Neyt­enda­stofa hef­ur kallað eft­ir í rúm­an ára­tug. 

„Ef Dan­mörk get­ur verið með þetta þá get­um við verið með þetta, punkt­ur.“

„Sam­ræmd góð upp­lýs­inga­gjöf er al­mennt mjög góð regla. Grunn­ur­inn í neyt­enda­vernd er að þú vit­ir hvað þú ert að kaupa og það hlýt­ur að vera það sama hvort sem þú ert að kaupa mat á veit­ingastað eða vöru úti í búð.“

Til að slá botn­inn í mál sitt seg­ir Guðlaug­ur: 

„Mér finnst aðallega að þetta fyr­ir­komu­lag sem við erum með núna hafi sýnt fram á það að það er gallað og það þarf að laga það.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert