Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur samþykkt byggingarleyfi fyrir mosku við Suðurlandsbraut 76.
Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur Félags múslima á Íslandi, segir félagið ekki munu tjá sig að svo stöddu um næstu skref.
Byggingar- og skipulagsyfirvöld í Reykjavík samþykktu í ágúst 2021 að leyfa Félagi múslima á Íslandi að byggja bænahúsið.
Áætlaður heildarfjöldi í húsinu á sama tíma er um 200 manns. Húsið verður tvær hæðir. Neðri hæðin verður rúmir 598 fermetrar og efri hæðin rúmir 79 fermetrar. Á 2. hæð verður lesstofa og skrifstofa en á 1. hæð bænasalur, salerni, skógeymsla, setustofa, rými fyrir líkkveðjur, kaffi/te, eldhús og gangar. Bogaþak verður yfir 2. hæðinni og verður það klætt með túnþökum.