Tekur ákvörðun um framboð í næstu viku

Baldur mun tilkynna um ákvörðun sína í næstu viku.
Baldur mun tilkynna um ákvörðun sína í næstu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Baldur Þórhallsson, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, mun tilkynna í næstu viku hvort hann ætli að bjóða sig fram til embætt­is for­seta Íslands. Hann er enn að meta stöðuna.

Baldur hefur verið að íhuga framboð síðustu vikur, en ýmsir hafa hvatt hann til að gefa kost á sér.

Í bryjun mánaðar stofnaði leik­ar­inn og rit­höf­und­ur­inn Gunn­ar Helga­son Facebook-hóp til að skora á Baldur að gefa kost á sér. Tæplega 18 þúsund manns eru nú í hópnum.

 „Við upplifum að það sé þrýsingur á að við förum að gefa svör,“ segir Baldur í samtali við mbl.is og bætir við að hann sé orðlaus yfir allri þeirra hvatningu sem hann hefur fengið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka