Inga Þóra Pálsdóttir
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, mun tilkynna í næstu viku hvort hann ætli að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Hann er enn að meta stöðuna.
Baldur hefur verið að íhuga framboð síðustu vikur, en ýmsir hafa hvatt hann til að gefa kost á sér.
Í bryjun mánaðar stofnaði leikarinn og rithöfundurinn Gunnar Helgason Facebook-hóp til að skora á Baldur að gefa kost á sér. Tæplega 18 þúsund manns eru nú í hópnum.
„Við upplifum að það sé þrýsingur á að við förum að gefa svör,“ segir Baldur í samtali við mbl.is og bætir við að hann sé orðlaus yfir allri þeirra hvatningu sem hann hefur fengið.