Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. Þetta tilkynnti hún rétt í þessu á fjölmennum blaðamannafundi í Grósku.
Halla sagði í samtali við mbl.is í lok febrúar að hún íhugaði alvarlega forsetaframboð. Þá sagðist hún hafa fengið hvatningu hvaðanæva af landinu um að fara fram.
Hún bauð sig einnig fram til forseta í kosningum árið 2016. Þá hlaut hún næstflest atkvæði, eða tæp 28 prósent. Guðni Th. Jóhannesson sigraði þá kosningarnar með 39 prósent atkvæða.
Framboðsfrestur rennur út 26. apríl og Íslendingar kjósa sér nýjan forseta 1. júní.