Vilja banna veðmál á kappleiki barna

Á síðustu árum hefur veðmálahegðun Íslendinga tekið miklum breytingum. Fjöldi …
Á síðustu árum hefur veðmálahegðun Íslendinga tekið miklum breytingum. Fjöldi erlendra vefsíðna gefur Íslendingum færi á að veðja á allt milli himins og jarðar, en þó fyrst og fremst íþróttaúrslit, að því er segir í greinargerð þingmannanna. Ljósmynd/Colourbox

Tíu þing­menn úr röðum Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafa lagt fram til­lögu til þings­álykt­un­ar um bann við veðmála­starf­semi í tengsl­um við íþrót­takapp­leiki ósjálfráða ung­menna og skipu­lagn­ingu henn­ar.

Þar er kveðið á um að Alþingi álykti að fela dóms­málaráðherra að und­ir­búa frum­varp sem kveði á um að veðmála­starf­semi í tengsl­um við íþrót­takapp­leiki ósjálfráða ung­menna og skipu­lagn­ing henn­ar verði bönnuð og gerð refsi­verð. Farið er fram á að ráðherra leggi frum­varpið fram eigi síðar en á vorþingi 2025.

Flutn­ings­menn til­lög­unn­ar eru þau Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þingmaður VG, Kári Gauta­son, varaþingmaður VG, Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, varaþingmaður VG, Orri Páll Jó­hanns­son, þingmaður VG, Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður VG, Bjarni Jóns­son, þingmaður VG, Odd­ný G. Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Vax­andi vanda­mál

„Með til­lögu þess­ari er kallað eft­ir því að dóms­málaráðherra leggi fram frum­varp sem kveður skýrt á um að veðmála­starf­semi og skipu­lagn­ing henn­ar sé ólög­leg í tengsl­um við íþrót­takapp­leiki í flokk­um þar sem iðkend­ur hafa ekki náð átján ára aldri að jafnaði, með hert­um viður­lög­um. Slík veðmál eiga sér nú þegar stað í tals­verðum mæli og eru vax­andi vanda­mál að mati þeirra sem best þekkja til,“ seg­ir í grein­ar­gerð.

Þing­menn­irn­ir benda á að á síðustu árum hafi veðmála­hegðun Íslend­inga tekið mikl­um breyt­ing­um. Meðal þess sem hægt sé að veðja um á á er­lend­um síðum séu ís­lensk­ir íþrót­takapp­leik­ir, ekki síst knatt­spyrnu­leik­ir. 

Veðmála­starf­semi á sér ýms­ar skugga­hliðar

Bent er á, að veðmála­starf­semi eigi sér ýms­ar skugga­hliðar og tekið er fram að spila­vandi tengd­ur íþrótta­veðmál­um sé tal­inn vera vax­andi vanda­mál og séu ung­ir karl­menn lík­legri en aðrir til þess að glíma við hann.

„Með til­lögu þess­ari er spjót­un­um beint að ein­um af­mörkuðum anga ólög­legu starf­sem­inn­ar; veðmála­starf­semi í flokk­um þar sem iðkend­ur hafa ekki náð átján ára aldri að jafnaði,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni. 

Þá er bent á að víða í ná­granna­lönd­um Íslands gildi sér­stök bönn við veðmál­um á kapp­leiki barna. Í Bretlandi sé strangt bann við að bjóða upp á veðmál á keppni í flokk­um yngri en átján ára og árið 2021 hafi sænskt veðmála­fyr­ir­tæki verið sektað um eina millj­ón sænskra króna fyr­ir að hafa boðið upp á veðmál um kapp­leik þar sem flestall­ir leik­menn voru und­ir átján ára aldri, þótt um meist­ara­flokks­leik væri að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka