Baldur býður sig fram

Baldur Þórhallsson í Bæjarbíói.
Baldur Þórhallsson í Bæjarbíói. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, ætl­ar að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands.  

Þessu greindi hann frá á fundi í Bæj­ar­bíói í Hafnar­f­irði. 

Rúm­lega 18 þúsund manns eru í Face­book-hópn­um Bald­ur og Fel­ix - alla leið þar sem Bald­ur hef­ur verið hvatt­ur til dáða.

Baldur og eiginmaður hans Felix Bergsson.
Bald­ur og eig­inmaður hans Fel­ix Bergs­son. mbl.is/Á​sdís

Bald­ur sagði fólk hafa byrjað að koma að máli við hann og eig­in­mann hans Fel­ix Bergs­son um að stíga fram á ný­árs­dag. Hann viður­kenndi að hann hefði verið feim­inn gagn­vart verk­efn­inu til að byrja með og bætti við að hann og Fel­ix hefðu til að byrja með ekki séð sjálfa sig sinna þessu hlut­verki.

„Ætlum að svara kall­inu skýrt“

Bald­ur sagði margt hafa breyst á und­an­förn­um árum og ekki endi­lega allt til hins betra. Sótt hefði verið að mann­rétt­ind­um beggja vegna Atlants­hafs­ins, til dæm­is mann­rétt­ind­um kvenna og hinseg­in fólks, auk þess sem upp­lýs­inga­óreiðan væri al­var­leg.

„Við get­um ekki leng­ur setið hjá og látið hvatn­ing­ar­orð sem vind um eyru þjóta. Við ætl­um að svara kall­inu hátt og skýrt og taka slag­inn”, sagði hann.

Bald­ur sagði ófrið geisa í Evr­ópu og að staðan fyr­ir botni Miðjarðar­hafs væri þyngri en tár­um tæki. Jafn­framt sagði hann for­seta Íslands vera vernd­ara sam­fé­lags­sátt­mál­ans og að hann ætti að sam­eina okk­ur frek­ar en að sundra. For­set­inn ætti að tala til fólks án alls drambs og remb­ings.

Myndi mögu­lega vísa mál­um til þjóðar­inn­ar

Bald­ur sagði að ef Alþingi myndi ganga fram af þjóðinni á ein­hvern hátt og virða ekki sam­fé­lags­sátt­mál­ann ætti for­seti Íslands að huga að því hvort vísa ætti mál­inu til þjóðar­inn­ar. Nefndi hann dæmi um það ef Alþingi gengi gegn tján­ing­ar­frels­inu eða grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um kvenna eða hinseg­in fólks.

Bald­ur hef­ur meðal ann­ars stýrt Rann­sókn­ar­setri um smáríki þar sem rann­sókn­ir hans hafa að miklu leyti snú­ist um getu smáríkja til þess að verja hags­muni sína og hafa áhrif út á við.

Hann sagði mik­il­vægt að for­seti talaði máli þjóðar­inn­ar á er­lendri grundu og nefndi að for­seti ætti að opna dyr fyr­ir stjórn­völd­um og fólk­inu í land­inu. For­seti ætti jafn­framt að tala fyr­ir friði.

Hann sagði for­set­ann verða að standa vörð um þjóðina. Vald­efla þyrfti börn, ung­menni, for­eldra og fagaðila.

„Ef við náum ár­angri hér heima þá get­um við líka náð ár­angri er­lend­is,” sagði Bald­ur og átti m.a. við mann­rétt­inda­mál og mál­efni barna og ung­menna.

Hann sagði sömu­leiðis að hann og Fel­ix myndu standa þétt við bakið á þeim sem höll­um fæti standa í sam­fé­lag­inu ef hann næði kjöri.

Ræða Bald­urs í heild sinni: 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert