Rússar segja Ísland styðja úkraínska nasista

Íslendingar hafa lýst yfir miklum stuðningi við Úkraínu síðan Rússar …
Íslendingar hafa lýst yfir miklum stuðningi við Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið í febrúar 2022. mbl.is/Óttar

María Sak­haróva, talskona rúss­neska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, seg­ir Ísland þjálfa úkraínska sjó­liða á yf­ir­ráðasvæði sínu. Seg­ir hún málaliða frá Íslandi ferðast til Úkraínu.

Þetta er haft eft­ir henni í færslu, sem ut­an­rík­is­ráðuneyti Rúss­lands hef­ur birt á X, þar sem stuðning­ur Íslands við Úkraínu er gagn­rýnd­ur og Ísland sagt styðja úkraínska nas­ista.

Þá er dregið í efa hve friðsamt Ísland er í færsl­unni. 

„Hið ó-svo „friðsama“ Ísland reyn­ir þannig að halda í við æðri banda­menn sína við að styrkja úkraínska nas­ista.“

Sjó­liðsfor­ingja­efni þjálfuð hér

Ísland hef­ur tekið að sér þjálf­un úkraínskra sjó­liðsfor­ingja­efna sem fá verk­lega þjálf­un við Ísland í sigl­inga­fræði, eft­ir­liti og aðgerðum á hafi, meðal ann­ars leit og björg­un. 

Verk­efnið er hluti af þjálf­un­ar­verk­efni Atlants­hafs­banda­lags­ins.

Ráðherra legg­ur áherslu á stuðning við Úkraínu

Ut­an­rík­is­ráðuneyti Rúss­lands merkti sendi­ráð Rúss­lands á Íslandi og ís­lenska ut­an­rík­is­ráðuneytið í færsl­unni. Rúss­neska sendi­ráðið deildi einnig færsl­unni á eig­in reikn­ingi. 

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra kynnti í gær þings­álykt­un­ar­til­lögu um stefnu um stuðning við Úkraínu til fimm ára.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka