Niðurskurður ekki í kortunum

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Niðurskurður er ekki fyrirséður í samgönguáætlun þrátt fyrir þenslu í hagkerfinu og aukin útgjöld stjórnvalda, meðal annars vegna nýrra kjarasamninga.

Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

„Ég sé ekki fyrir mér niðurskurð á samgönguáætlun - fæ kannski að koma aðeins inn á það á eftir - ég sé meira fyrir mér að við erum ekki í færum akkúrat núna að fara að bæta í, sem væri kannski þörf á vegna innviðaskuldarinnar sem við erum með, ekki síst á samgöngusviðinu,“ sagði Sigurður við fyrirspurn Hönnu Katrínar Friðrikssonar, þingmanns Viðreisnar.

Tímalínur gætu lengst

Hanna Katrín spurði þá til baka hvar yrði niðurskurður til að fjármagna útgjöld eins og til dæmis 80 milljarða kjarapakka stjórnvalda.

Nefndi hún það í samhengi við það sem kom fram af hálfu peningastefnunefndar Seðlabankans. Þar kom fram að aðgerðir stjórnvalda í rík­is­fjár­mál­um gætu aukið eft­ir­spurn og verðbólguþrýst­ing.

„Samgönguáætlun er hérna í þinginu og ég sé fyrir mér að við þurfum í mörgu að sætta okkur við að þurfa að teygja einhverjar tímalínur. En niðurskurður er ekki í áætlunum og samgönguáætlun er hérna í þinginu og forgangsröðun hennar er hér. Við munum svo bara glíma við það,“ svaraði Sigurður Ingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert