Mesta hækkunin á Seyðisfirði

Hækkunin á Seyðisfirði nam 46,4%.
Hækkunin á Seyðisfirði nam 46,4%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mesta hlutfallshækkun fasteignamats viðmiðunareignar á einu matssvæði var á Seyðisfirði en hækkunin nam 46,4%. Næst á eftir var hækkunin á Þingeyri sem nam 39,5% og í Höfnum 38,7%.  

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Byggðastofnunar á samanburði fasteignagjalda heimila árið 2024.  

Fasteignaskatturinn lægstur í Garðabæ 

Hækkun fasteignamats viðmiðunareignar var yfir 30% á Patreksfirði, í Reykholti í Biskupstungum, á Flateyri og á Breiðdalsvík.

Hækkun fasteignamats viðmiðunareignarinnar var undir 5% á Hellissandi, Hofsósi, Rifi og í Hlíðum í Reykjavík. 

Fasteignaskattur er næststærsti tekjustofn sveitarfélaga. Hlutfallið er lægst í Garðabæ 0,163%. Svo 0,165% í Kópavogi og loks 0,166% á Seltjarnarnesi.  

Hæst er hlutfallið 0,625% í Vopnafjarðarhreppi og Þingeyjarsveit. 

Hæsta meðaltalið á Suðurlandi 

Meðaltal fasteignagjalda viðmiðunareignar hækkaði um 12,7% milli ára.  

Hæsta meðaltal fasteignagjalda viðmiðunareignar er á Suðurlandi 455 þ.kr. og Suðurnesjum 420 þ.kr. en lægsta meðaltal landshluta er á Vestfjörðum 348 þ.kr.  

Mesta hlutfallslega hækkun fasteignagjalda viðmiðunareignar varð á Suðurnesjum eða að meðaltali 21,3% og þar næst á Austurlandi 18,4%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert