Stefán E. Stefánsson
Svo virðist sem skipulagið á forsetaframboði Baldurs Þórhallssonar sé mun faglegar unnið en í tilfelli Höllu Tómasdóttur.
Þetta er mat þeirra Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur, en þær eru gestir í Spursmálum.
Þær benda á að framboð Baldurs hafi greinilega verið mjög vel skipulagt og þegar það var tilkynnt hafi hlutirnir gerst hratt. Auglýsingar hafi birst um leið á strætóskýlum og víðar.
Í viðtalinu upplýsa þær reyndar líka, og í léttum tóni, að þær séu hrifnar af framboði Ísdrottningarinnar svokölluðu, Ásdísar Ránar. Tók það þáttastjórnanda reyndar nokkra stund að átta sig á til hvaða frambjóðanda þær voru að vísa þegar viðurnefnið bar á góma.
Viðtalið við þær Þórhildir og Nadine Guðrúnu má sjá og heyra í heild sinni hér: