Búkolla féll ofan í holu

Búkolla féll í holu.
Búkolla féll í holu. Ljósmynd/Kristinn Sigurður Jónmundsson

Vegavinnutæki á vegum Grindavíkurbæjar féll ofan í sprungu þegar verið var að álagsprófa götu sem ber heitið Kirkjustígur.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að engum hafi orðið meint af og unnið sé að því að koma tækinu aftur á slétt.

Farið var í álagsprófun á þessum stað sökum þess að jarðsjá sýndi holrými þarna undir. Vegavinnutækið kallast í daglegu tali Búkolla og er 25-30 tonn af þyngd samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Að því er næst verður komist eru skemmdir á tækinu minniháttar.  

„Á föstudaginn voru ákveðin svæði girt af og í framhaldinu hefur Grindavíkurbær haft það verkefni að álagsprófa vissar götur,“ segir Hjördís. Hún segir jörð hafi ekki gefið eftir á öðrum stöðum sem hafa verið kannaðir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka