Ferðamönnum fækkað

Ferðamenn við Skólavörðustíg í Reykjavík.
Ferðamenn við Skólavörðustíg í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Ferðaþjón­ustuaðilar segja að út­lit sé fyr­ir að ferðamönn­um muni ekki fjölga á ár­inu eins og spáð hafði verið. Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að hlut­fall tengif­arþega hjá Icelanda­ir sé að aukast þar sem eft­ir­spurn til Íslands sé minni en á síðasta ári. Því muni fyr­ir­tækið ein­beita sér enn frek­ar að tengif­arþegum sem milli­lenda á Íslandi.

„Heilt yfir lít­ur nú ágæt­lega út en eins og ég segi þá er sam­setn­ing­in aðeins að breyt­ast hjá okk­ar. Vægi farþeg­anna sem koma til Íslands – ferðamann­anna – það er minna en í fyrra og vægi farþega sem fljúga yfir hafið eykst. Við erum að nálg­ast það eins og þetta var fyr­ir covid, að tengif­arþegar (VIA) voru 50% og ríf­lega það,“ seg­ir Bogi.

Kristó­fer Oli­vers­son, fram­kvæmda­stjóri Center hót­ela og formaður Fyr­ir­tækja í hót­el- og gistiþjón­ustu (FHG), seg­ir að nokk­ur sam­drátt­ur sé í fjölda ferðamanna á fyrstu mánuðum árs­ins. Spurður út í bók­un­ar­stöðuna seg­ir hann: „Það er kannski með svipuðu móti og í fyrra þegar kem­ur fram á sum­arið en fyrstu mánuðirn­ir, eins og ég segi, eru ákveðin von­brigði.“

Bæði Bogi og Kristó­fer eru sam­mála um að er­lend­ur frétta­flutn­ing­ur af jarðhrær­ing­um á Reykja­nesskaga hafi haft sitt að segja hvað varðar bók­un­ar­stöðuna.

Bogi nefn­ir þó líka verðlagsþróun á Íslandi og seg­ir að lönd sem Ísland sé í sam­keppni við sem áfangastaður séu ein­fald­lega ódýr­ari.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert