Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki sé hægt að bíða eftir því að nýsamþykkt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna verði virkjuð.
Þetta kemur fram í færslu sem Katrín birti á miðlinum X í kjölfar þess að öryggisráðið samþykkti að fara fram á tafarlaust vopnahlé á Gasa. Þá er þess krafist að öllum gíslum verði sleppt úr haldi.
Tillagan kom í kjölfar þess að Bandaríkin virtust hafa dregið mjög úr einörðum stuðning sínum við Ísrael.
Í færslu sína skrifar Katrín að lengi hafi verið beðið eftir því að Sameinuðu þjóðirnar myndu samþykkja ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa og lausn gísla.
Nú þegar búið er að samþykkja ályktunina segir Katrín ekki hægt að bíða eftir því að vopnahléið hefjist.
We have waited for the UN Security Council to approve a resolution on immediate ceasefire in Gaza and release of hostages. Now there can be no waiting for its implementation.
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) March 25, 2024