Helga ætlar í forsetaframboð

Helga Þórisdóttir tilkynnti um framboð sitt til embætti forseta Íslands.
Helga Þórisdóttir tilkynnti um framboð sitt til embætti forseta Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, ætlar gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands. 

Þetta tilkynnti hún rétt í þessu á blaðamanna­fund­i á heim­ili sínu.

Í tilkynningu sem Helga sendi frá sér á mánudag segir að hún hafi á und­an­förn­um vik­um fengið áskor­an­ir til for­setafram­boðs úr ýms­um átt­um.

Málsvari íslensks drifkrafts

„Mín áhersluatriði sem forseti eru fyrst og fremst að vera þjónn fólksins í landinu – og vera fremst í flokki við að styðja við alla landsmenn. Jafnframt að vera málsvari þess íslenska drifkrafts, sem gerir okkur að þeirri sterku þjóð sem við erum, á eldfjallaeyjunni okkar nyrst í Atlantshafi,“ sagði Helga í ávarpi sínu.

Helga tilkynnti um framboð heima hjá sér.
Helga tilkynnti um framboð heima hjá sér. mbl.is/Árni Sæberg

Helga segir að reynsla hennar og þekking geti svo sannarlega nýst íslensku þjóðinni. Hún hafi unnið að almannahagsmunum alla sína starfsævi. Í þeim störfum hefur það reynst henni vel að þykja vænt um annað fólk og styðja það, og búa þannig til betra samfélag. 

Virðing fyrir grunngildum íslenskrar þjóðar

Helga hefur undanfarin rúm átta ár gegnt starfi forstjóra Persónuverndar en ætlar nú að slást í hóp þeirra sem bjóða sig fram til forseta. 

„Ég er alin upp með virðingu fyrir grunngildum íslenskrar þjóðar. Ég þekki menningu okkar, tungu og sögu – auk þess að hafa sérþekkingu á mikilvægi þess að standa vörð um réttindi einstaklinga á tækniöld,“ sagði Helga einnig.

Þeir sem hafa tilkynnt um framboð sitt eru meðal annars Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor, Halla Tómasdóttir frum­kvöðull, Sigríður Hrund Pétursdóttir framkvæmdastjóri, Arnar Þór Jónsson lögmaður, Ástþór Magnússon og Ásdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona.

Fram­boðsfrest­ur renn­ur út 26. apríl og Íslend­ing­ar kjósa sér nýj­an for­seta 1. júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert