12 gráða frost og tæplega 7 gráða hiti

Frost var víða á landinu í dag.
Frost var víða á landinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um nítján til tuttugu gráða bil var á milli hæsta og lægsta hita sem mældist á landinu í dag.

Frost mældist mest 12,6 gráður á Hveravöllum og 12 gráður á Sauðárkróki.

Mesti hiti dagsins mældist á Önundarhorni undir Eyjafjallajökli. Þar mældist 6,6 gráða hiti um klukkan þrjú síðdegis í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka