HÍ flaggar í heila stöng og brýtur gegn úrskurði

Eins og sjá má á myndinni er fáninn ekki dreginn …
Eins og sjá má á myndinni er fáninn ekki dreginn í hálfa stöng. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenski fáninn var ekki dreginn í hálfa stöng við aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag, föstudaginn langa, heldur er hann þar dreginn að hún.

Þetta má sjá á myndinni hér að ofan, sem tekin var fyrr í dag.

Kveðið á um tólf daga

Samkvæmt forsetaúrskurði um fánadaga og fánatíma skal draga fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins, á eftirtöldum dögum:

  1. Fæðingardag forseta Íslands.
  2. Nýársdag.
  3. Föstudaginn langa.
  4. Páskadag.
  5. Sumardaginn fyrsta.
  6. 1. maí.
  7. Hvítasunnudag.
  8. Sjómannadaginn.
  9. 17. júní.
  10. 1. desember.
  11. Jóladag.
  12. 16. nóvember, fæðingardag Jónasar Hallgrímssonar.

Í úrskurðinum segir svo:

„Alla ofangreinda daga skal draga fána að hún, nema föstudaginn langa, þá í hálfa stöng.“

Þriðji hluti stangarinnar sé fyrir ofan fánann

Í leiðbeiningum stjórnarráðsins segir enn fremur eftirfarandi:

„Ef draga á fána í hálfa stöng, er það gert með þeim hætti, að fáninn er fyrst dreginn að hún og síðan felldur, svo að 1/3 stangarinnar sé fyrir ofan efri jaðar fánans.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert