Íslendingar eftirbátar Eista

Eiríkur gagnrýnir metnaðarleysi Íslendinga.
Eiríkur gagnrýnir metnaðarleysi Íslendinga. Samsett mynd

Ei­rík­ur Rögn­valds­son, pró­fess­or emer­it­us í ís­lenskri mál­fræði, seg­ir metnaðarleysi ríkja meðal eig­enda og starfs­fólks veit­inga­húsa og versl­ana hér á landi við að halda ís­lensk­unni á lofti.

Ei­rík­ur birti færslu í Face­book-hópn­um Mál­spjallið í fyrra­dag þar sem hann grein­ir frá dugnaði Eista að halda fram þjóðtung­unni. Bend­ir hann á að í Eistlandi, sem sé einnig eitt fá­menn­asta mál­sam­fé­lag í Evr­ópu, hugi eig­end­ur og starfs­fólk veit­inga­húsa og versl­ana vel að tungu­mál­inu.

„Þótt eist­neska mál­sam­fé­lagið sé þris­var sinn­um fjöl­menn­ara en það ís­lenska er það samt eitt hið fá­menn­asta í Evr­ópu. En það vefst ekk­ert fyr­ir eig­end­um og starfs­fólki veit­inga­húsa og versl­ana í Tartu að hafa mat­seðla og skilti á bæði eist­nesku og ensku - og eist­nesk­una á und­an. Það er ekk­ert annað en metnaðarleysi að við skul­um ekki hafa sama hátt­inn á - hafa ís­lensku alltaf á und­an ensk­unni í stað þess að sleppa henni,“ skrif­ar Ei­rík­ur.

Eiríkur birti myndir af skiltum í Eistlandi með færslu sinni …
Ei­rík­ur birti mynd­ir af skilt­um í Eistlandi með færslu sinni í Face­book-hópn­um Mál­spjallið. Sam­sett mynd/​Ei­rík­ur

Áber­andi í miðbæn­um

Al­gengt er að ensk­an sé meira áber­andi á aug­lýs­inga­skilt­um og mat­seðlum í miðbæ Reykja­vík­ur og á helstu ferðamanna­stöðum lands­ins. Einnig eru dæmi þess að skilti og mat­seðlar séu ein­göngu á ensku.

Algengt er að skilti í miðbænum séu eingöng á ensku.
Al­gengt er að skilti í miðbæn­um séu ein­göng á ensku. Sam­sett mynd/​mbl.is

Á síðustu miss­er­um hef­ur farið fram mik­il umræða um stöðu ís­lensk­unn­ar.

Ýmis fyr­ir­tæki hafa verið gagn­rýnd fyr­ir að hafa ekki haft ís­lensk­una í fyr­ir­rúmi. Mörg þeirra hafa gripið til aðgerða, en sum hafa ekki gert neitt. Staða ís­lensk­unn­ar virðist ekki vera of­ar­lega í huga sumra fyr­ir­tækja, mögu­lega vegna þess að þeirra helsti kúnna­hóp­ur er er­lend­ir ferðamenn.

Ströng tungu­mála­lög­gjöf í Eistlandi

Í Eistlandi er í gildi ströng tungu­mála­lög­gjöf. Ei­rík­ur bend­ir á að mögu­lega sé lög­gjöf­in ströng vegna hins fjöl­menna rúss­neska minni­hluta þar í landi.

„Vand­inn í Eistlandi er sá að það er stór rúss­nesku­mæl­andi minni­hluti. Það er um það bil fjórðung­ur sem á rúss­nesku að móður­máli. Mál­leg rétt­indi þess hóps eru mjög lít­il. Ég ímynda mér að ein ástæðan fyr­ir því að tungu­mála­lög­gjöf­in er svona í Eistlandi er rúss­nesk­an. Auðvitað af sögu­leg­um ástæðum eru þeir ekk­ert mjög hrifn­ir af Rúss­um og Rússlandi,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Mögu­leg þurfti strang­ari lög­gjöf

Árið 2011 tóku lög um stöðu ís­lenskr­ar tungu og ís­lensks tákn­máls gildi. Þar er meðal ann­ars kveðið á um að ís­lensk­an sé op­in­bert mál á Íslandi og að ríki og sveit­ar­fé­lög beri ábyrgð á að efla ís­lenska tungu og sjá til þess að hún sé notuð.

Ei­rík­ur bend­ir á að lög­gjöf­in taki ekki til einkaaðila. Því sé ekk­ert sem banni veit­inga­stöðum og versl­un­um að hafa t.d. ein­göngu skilti og mat­seðla á ensku. Þá séu eng­in ákvæði um eft­ir­fylgni. Spurður hvort til­efni sé að end­ur­skoða ís­lensku lög­gjöf­ina seg­ir Ei­rík­ur:

„Það er al­veg spurn­ing hvort það væri ástæða til að vera með eitt­hvað strang­ari lög. Það má al­veg velta því fyr­ir sér.“

Hann bæt­ir þó við að hann hafi ekki mikla á trú á því að ís­lensk­unni verði viðhaldið með lög­um.

„Ég hef enga rosa­lega trú á því að ís­lenskri tungu verði viðhaldið með lög­um. Ef þetta snýst um það hvort þjóðin vill halda í tungu­málið og ef hún vill það þá á ekki að þurfa lög til þess. Mér finnst al­veg mega skoða það hvort það eigi eitt­hvað að herða á lög­um hvað þetta varðar, sem sagt hvað varðar notk­un fyr­ir­tækja og einkaaðila á ís­lensku á op­in­ber­um vett­vangi,“ seg­ir Ei­rík­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka