Allir dvalarleyfishafarnir komnir á næstu dögum

María Lilja segir vinnu við að koma dvalarleyfishöfum út af …
María Lilja segir vinnu við að koma dvalarleyfishöfum út af Gasa og til Íslands ljúka á næstu dögum og vikum. Samsett mynd/Arnþór/Aðsend

„Það verður bara á næstu dögum og vikum þá verður allt okkar fólk komið heim og verkefninu lokið,“ segir María Lilja Ingveldardóttir-Þrastardóttir Kemp.

„Þetta eru 160 manns sem eru komin yfir eða eru á leiðinni.“ 

Í samtali við mbl.is segir María enn mikla vinnu í gangi sem ekki hefði getað átt sér stað án söfnunarfjár sem fjöldi Íslendinga hafi lagt fram í landssöfnun fyrir málsstaðinn. 

Spurð um kæru Einars Hálfdánarsonar hæstaréttarlögmanns á hendur henni og Semu Erlu vegna fjáröflunarinnar vísar hún á lögfræðing sinn Gunnar Inga Jóhannssonar.

Einar lagði fram kæru gegn Maríu og Semu og sagði þær m.a. hafa brotið gegn lögum um peningaþvætti og gerst sekar um að greiða erlendum embættismönnum mútur.

„Við erum með kvittanir fyrir öllu,“ segir María. 

María Lilja er fremst á myndinni ásamt, Kristínu og Bergþóru …
María Lilja er fremst á myndinni ásamt, Kristínu og Bergþóru en þær hafa unnið að því að koma palestínskum fjölskyldum, sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi, út af Gasasvæðinu. Ljósmynd/Aðsend

Vinnan þess virði

Kveðst hún fyrst og fremst einbeita sér að því að halda áfram með verkið ásamt samstarfsfólki sínu. Vinnan hafi vissulega tekið á en sé svo sannarlega þess virði.

„Íslenska ríkið tók 70 af þessum 128 manna lista sem var upphafslistinn. Þau skildu þarna eftir 50 manns. Síðan þá hafa bæst við einstaklingar sem hafa fengið fjölskyldusameiningu eftir að listi stjórnvalda fór út,“ segir María sem segir nokkra hafa komist út af Gasa í gær og í morgun og von sé á að stærri hópur komist út í kvöld.

„Við erum bara að reyna að klára þetta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert