Andlát: Gísli B. Arnkelsson

Gísli B. Arnkelsson.
Gísli B. Arnkelsson.

Gísli B. Arnkelsson, kristniboði og kennari, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði á öðrum degi páska, 1. apríl, 91 árs að aldri.

Gísli var fæddur 19. janúar 1933, sonur Arnkels Ingimundarsonar og Valgerðar Kr. Gunnarsdóttur, ljósmóður. Æskuheimili Gísla var í Grímsstaðaholti í Reykjavík og seinna í miðborginni. Systkini hans voru fjögur og ein fóstursystir.

Á gamlársdag 1954 kvæntist Gísli eftirlifandi eiginkonu sinni, Katrínu Þorbjörgu Guðlaugsdóttur, f. 24. september 1934. Gísli og Katrín eignuðust sex börn sem eru Guðlaugur, f. 1956, Valgerður Arndís, f. 1958, Bjarni, f. 1961, Karl Jónas, f. 1963, Kristbjörg Kía, f. 1966, og Kamilla Hildur, f. 1969. Barnabörnin eru 17 og barnabarnabörnin 27.

Gísli gekk í Miðbæjarskóla og Austurbæjarskóla og útskrifaðist úr Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1950. Kennaraskólanámi lauk hann 1954. Árið 1961 hélt hann með fjölskyldu sína í nám við Kristniboðsskóla norska lútherska kristniboðssambandsins (NLM) á Fjellhaug í Osló til undirbúnings fyrir kristniboðsstörf í Eþíópíu. Gísli kenndi við Ísaksskóla 1954-1955 og Melaskóla 1955-1959. Gísli starfaði sem kristniboði í Konsó í Eþíópíu 1961-1972, með árshléi 1966. Árin 1972-76 vann hann á aðalskrifstofu Kristniboðssambandsins og KFUM & K sem þá var rekin að Amtmannsstíg 2b.

Frá 1976 vann hann í hlutastarfi hjá Kristniboðssambandinu og sinnti samhliða kennslu við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Frá 1985 fór hann í fullt starf sem kennari við skólann og starfaði þar uns hann fór á eftirlaun.

Frá barnsaldri sótti Gísli deildarfundi í KFUM við Amtmannsstíg. Hann varð ungur félagsmaður í Aðaldeild KFUM og var frá unglingsárum mjög virkur í félagsstarfinu. Hann lét einnig til sín taka í Kristilegum skólasamtökum og sat þar í stjórn í tvö ár. Þá var hann félagi í Kristniboðsfélagi karla í Reykjavík. Gísli var og formaður stjórnar Sambands ísl. kristniboðsfélaga 1973-1985.

Eftir heimkomu frá Eþíópíu 1972 bjuggu Gísli og kona hans í Reykavík en síðustu tvö árin á Hrafnistu í Hafnarfirði.

Útför Gísla fer fram frá Neskirkju mánudaginn 15. apríl kl. 13.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert