Gæti haldið áfram þrátt fyrir framboð

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Engin lagaleg rök standa til þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þurfi að segja af sér embætti, fari svo að hún kunngjöri framboð sitt til forseta Íslands sem margir spá að geti orðið eftir ríkisstjórnarfund í dag, föstudag.

Vangaveltur eru uppi um hvort hún þurfi að segja af sér, fari svo að hún gefi kost á sér til forsetaembættisins og einnig er velt vöngum yfir því hvort mynda þurfi nýtt ráðuneyti, fari svo að hún bjóði sig fram, þ.e. að hún segi af sér embætti forsætisráðherra í kjölfar framboðstilkynningar. Hvorugt er nauðsynlegt að lögum, enda þótt það kynni að vera pólitískt klókt að fara þá leið.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem slíkar hugleiðingar koma upp. Vöngum var velt yfir þessari stöðu árið 1996 þegar rætt var um möguleika þess að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, gæfi kost á sér í forsetakosningum sem fram fóru í júní það ár. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert