Hópur blaðamanna bíður eftir ríkisstjórninni

Blaðamenn eru komnir í stellingar en stórra tíðinda er líklega …
Blaðamenn eru komnir í stellingar en stórra tíðinda er líklega að vænta í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölmennur hópur blaðamanna, ljósmyndara og tökumanna bíður núna í anddyrinu í Umbru og bíður þess að ríkisstjórnfundi ljúki.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki gefa kost á viðtali að fundi loknum þar sem hún mun halda beint á annan fund. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hver sá fundur verður.

Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan 8.30 og stendur enn yfir. Ekki er ljóst hvenær fundi lýkur. 

Marg­ir telja að Katrín muni biðjast lausn­ar eft­ir fund­inn fyr­ir sig og ráðuneyti sitt, ákveði hún að fara í fram­boð. Munu rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir þá reyna að mynda nýja rík­is­stjórn und­ir for­sæti ann­ars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka