Íslendingar vilja ekki þiggja störfin

Ljósmynd/Colourbox

Full­trúi dekkja­verk­stæðis í Reykja­vík seg­ir Íslend­inga hætta að nenna að vinna erfiða lík­am­lega vinnu. Það hafi birst fyr­ir­tæk­inu þegar það aug­lýsti á dög­un­um laus störf í aðdrag­anda vertíðar­inn­ar fram und­an þegar vetr­ar­dekk­in víkja. Alls hafi 60 um­sókn­ir borist og þar af um helm­ing­ur frá Íslend­ing­um.

Vilja ekk­ert leggja á sig

„Hér um bil helm­ing­ur­inn sem sótti um var Íslend­ing­ar. Svo þegar þeir koma á staðinn eru þeir ekki til­bún­ir að vinna vinn­una. Málið er bara að Íslend­ing­ar eru al­mennt orðnir lat­ir til vinnu. Ég ætla bara að segja það hreint út. Þetta er erfiðis­vinna og þeir eru yf­ir­leitt ekki til­bún­ir að gera neitt sem er erfitt. Pól­verj­arn­ir og flest­ir aðrir eru yf­ir­leitt komn­ir til að vinna og eru til­bún­ir að gera hvað sem er,“ sagði maður­inn sem vildi ekki koma fram und­ir nafni. En Morg­un­blaðið hafði fengið ábend­ingu um málið og að góðar tekj­ur væru á vertíðinni.

„Það er fullt af fólki sem sæk­ir um sem á ekk­ert er­indi í þessa vinnu. Við fáum jafn­vel um­sókn­ir frá er­lend­um rík­is­borg­ur­um sem búa jafn­vel er­lend­is og eru ekki komn­ir með ís­lenska kenni­tölu. Þeir sækja um allt,“ sagði maður­inn á verk­stæðinu.

„Þegar Íslend­ing­arn­ir eru bún­ir að prófa vinn­una þá fara þeir jafn­vel í burtu. Gef­ast upp. Hverfa. Íslend­ing­ar eru ekki jafn vinnuglaðir og þeir voru. Það er á tæru. Það sem skipt­ir þá mestu máli í dag er hvað þeir fá mik­il fríðindi og svo­leiðis en ekki hvort þeir þurfa að vinna.“

Verktaki sem Morg­un­blaðið ræddi við hafði sömu sögu að segja. Hann væri með um 150 manns í vinnu við lík­am­leg störf en í þeim hópi væri ekki ein­asti Íslend­ing­ur.

„Ég þoli ekki þetta aum­ingja­upp­eldi sem er í dag. Menn láta sig hverfa í veik­inda­leyfi og kalla það kuln­un. Það er því orðið erfitt að fá fólk í vinnu. Ég er með marga út­lend­inga því að það er ekk­ert væl þar,“ sagði verktak­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert