Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt af sér formennsku í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Hún hefur sinnt því embætti í ellefu ár.
Þetta gerði Katrín á stjórnarfundi sem lauk rétt í þessu en fyrr í dag tilkynnti hún að hún myndi gefa kost á sér í embætti forseta Íslands.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður mun gegna embætti formanns í hennar stað þar til flokkurinn kýs nýja forystu. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir ritari hreyfingarinnar verður staðgengill Guðmundar Inga sem varaformaður.
Í tilkynningu flokksins þar sem frá þessu er greint þakkar stjórn VG Katrínu fyrir starf hennar sem formaður hreyfingarinnar, varaformaður, þingmaður og ráðherra.
Fréttin hefur verið uppfærð.