Mikilvægt fyrir Katrínu að ekki verði stjórnarkreppa

Ríkisstjórnin virðist umboðslaus eftir að Katrín Jakobsdóttir hefur vikið af vettvangi. Fyrir hana skiptir miklu að það takist að halda henni saman því annars hefur hún valdið stjórnarkeppu.

Þetta er mat Snorra Mássonar, fjölmiðlamanns, sem er gestur Spursmála þessa vikuna ásamt Jóni Gunnarssyni, alþingismanni og Heiðu Kristínu Helgadóttur, framkvæmdastjóra sem einnig á sæti í kosningastjórn Jóns Gnarr.

„Ég held að hún átti sig á að þetta er ekki óumdeild aðgerð. Hún náttúrulega fer, hvað situr eftir af þessari ríkisstjórn. Bjarni er búinn að gefast upp á fjármálaráðuneytinu, soldið kasta inn handklæðingu að mati margra þótt Jón Gunnarsson sé vafalaust ósammála þeim skilningi. Katrín gefst upp á forsætisráðuneytinu. Ef Sigurður Ingi skiptir um ráðuneyti núna þá er hann búinn að gefast upp á innviðaráðuneytinu,“ segir Snorri og bætir við:

Hefur verið límið í stjórnarsamstarfinu

„Það er alla vega ein leið til að líta á þetta að þessi stjórn, eins og hún kemur fólki fyrir sjónir núna er orðin mjög löskuð og auðvitað í augum margra umboðslaus ef Katrín fer úr henni því hún hefur verið límið í þessu. Ég held að áskorunin í þessu sé að Katrín skilji ekki eftir sig sviðna jörð á þessu sviði og það verður náttúrulega mikil áskorun fyrir þetta fólk að láta hlutina líta þannig út að þetta sé starfhæf stjórn næstu 18 mánuði því annars er Katrín að valda stjórnarkreppu.“

Viðtalið við Snorra, Jón og Heiðu Kristínu má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert