Rýming líklega í gildi fram á mánudag

Seyðisfjörður. Mynd úr safni.
Seyðisfjörður. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rým­ing á Seyðis­firði og í Nes­kaupsstað verður lík­lega í gildi út helg­ina. Hríðarveður hefst í nótt og verður fram á mánu­dag. Þetta seg­ir Erla Guðný Helgu­dótt­ir, sér­fræðing­ur á of­an­flóðavakt Veður­stof­unn­ar, í sam­tali við mbl.is. 

Rým­ing­in tek­ur gildi klukk­an 22 í kvöld og mun Veður­stof­an þá lýsa yfir hættu­stigi vegna snjóflóðahættu í Nes­kaupstað og á Seyðis­firði. Þá tek­ur einnig óvissu­stig í gildi vegna snjóflóðahættu á Norður­landi og Aust­fjörðum.

Óveðrið byrj­ar í nótt

„Versta veðrið er á morg­un,“ seg­ir Erla og bæt­ir við að óveðrið byrji seint í nótt. Því var ákveðið að rýma fyrr en seinna. 

Hún seg­ir að um „lág­marks­rým­ingu“ sé að ræða en rým­ing­in nær ekki til margra íbúa. 

Veður­stof­an vakti stöðuna og að hættumatið verði end­ur­metið í fyrra­málið. 

Veg­ir opn­ir

Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Aust­ur­landi seg­ir að búið sé í þrem­ur hús­um sem þurfi að rýma á Seyðis­firði. Íbúar þeirra hafa þegar verið upp­lýst­ir um rým­ing­una. 

Í Nes­kaupstað þurfa íbú­ar á Þrast­ar­lundi að rýma sem og eig­end­ur iðnaðar­hús­næðis og hest­húss. 

Veg­ir á Seyðis­firði og í Nes­kaupstað á rýmd­um svæðum eru opn­ir fyr­ir um­ferð.

„Vegna veðurs eru íbú­ar fjórðungs­ins þó hvatt­ir til að vera ekki á ferðinni nema nauðsyn kref­ur,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Aðgerðastjórn fund­ar með Veður­stof­unni klukk­an 9 í fyrra­málið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert