Telur að Bjarni Jónsson verði ráðherra

Oddný telur að Bjarni Jónsson verði ráðherra.
Oddný telur að Bjarni Jónsson verði ráðherra. Samsett mynd

Odd­ný G. Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, tel­ur að Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir fjár­málaráðherra taki við embætti for­sæt­is­ráðherra af Katrínu Jak­obs­dótt­ur, sem til­kynnti um fram­boð sitt til for­seta í gær. Þá muni Bjarni Jóns­son, þingmaður Vinstri grænna, koma nýr inn í rík­is­stjórn­ina.

Odd­ný grein­ir frá þess­ari spá sinni á Face­book-síðu sinni. 

„Ég óska Katrínu Jak­obs­dótt­ur alls hins besta - meira um það síðar. Nú ætla ég hins veg­ar að taka þátt í sam­kvæm­is­leikn­um,“ skrif­ar Odd­ný.

Bjarni Jóns­son verði ráðherra

Odd­ný tel­ur að Vinstri græn­ir vilji ekki að Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra taki við embætti Katrín­ar. Þá vilji Sjálf­stæðis­menn ekki Sig­urð Inga Jó­hanns­son innviðaráðherra í embættið.

„VG vill ekki að Bjarni Ben verði for­sæt­is­ráðherra og Sjálf­stæðis­menn vilja ekki Sig­urð Inga. Lausn­in verður að Þór­dís Kol­brún verður for­sæt­is­ráðherra,“ skrif­ar Odd­ný.

Margir velta nú fyrir sér hver komi í stað Katrínar …
Marg­ir velta nú fyr­ir sér hver komi í stað Katrín­ar í for­sæt­is­ráðuneytið og hvort frek­ari breyt­ing­ar verði gerðar á rík­is­stjórn­inni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þá tel­ur Odd­ný að Sig­urður Ingi taki við fjár­málaráðuneyt­inu. Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra taki við ráðuneyti Sig­urðar Inga og Bjarni Jóns­son, þingmaður Vinstri grænna, verði mat­vælaráðherra.

„Sig­urður Ingi verður þá fjár­málaráðherra. Svandís verður innviðaráðherra og þá fell­ur van­traust á hana sem mat­vælaráðherra dautt niður. Bjarni Jóns­son verður mat­vælaráðherra. Hann verður val­inn um­fram Bjarkeyju vegna mennt­un­ar hans og reynslu á því sviði,“ skrif­ar Odd­ný og bæt­ir við:

„Þetta er alla vega hug­mynd til að vinna með ef stjórn­ar­flokk­arn­ir vilja halda út kjör­tíma­bilið. En best væri fyr­ir okk­ur öll að kjósa sem fyrst.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert