This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Stefán E. Stefánsson
Mikill þungi fylgir framboði Katrínar Jakobsdóttur. Tæpir tveir mánuðir eru hins vegar til kosninga og Snorri Másson, ritstjóri, telur að sterk staða hennar geti hæglega snúist í höndunum á henni.
Þetta útskýrir hann í nýjasta þætti Spursmála. Hann bendir á að stjórnmálaflokkarnir séu misvel búnir undir átök framundan og jafnvel kosningar.
Þá vill Snorri meina að Katrín Jakobsdóttir sé „frjálslyndur glóbalisti“ rétt eins og Jón Gnarr og að í ljósi eigi eftir að koma hvernig þau skipti milli sín atkvæðum. Talsvert gat sé á markaðnum þegar kemur að íhaldssamara framboði.
Viðtalið við Snorra Másson má sjá í spilaranum hér að neðan en hann var mættur í Spursmál ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur, framkvæmdastjóra og meðlimi kosningastjórnar Jóns Gnarr og Jóni Gunnarssyni, alþingismanni og fyrrum ráðherra.