Getur snúist í höndum forsætisráðherrans

Mikill þungi fylgir framboði Katrínar Jakobsdóttur. Tæpir tveir mánuðir eru hins vegar til kosninga og Snorri Másson, ritstjóri, telur að sterk staða hennar geti hæglega snúist í höndunum á henni.

Þetta útskýrir hann í nýjasta þætti Spursmála. Hann bendir á að stjórnmálaflokkarnir séu misvel búnir undir átök framundan og jafnvel kosningar.

„Frjálslyndir glóbalistar“

Þá vill Snorri meina að Katrín Jakobsdóttir sé „frjálslyndur glóbalisti“ rétt eins og Jón Gnarr og að í ljósi eigi eftir að koma hvernig þau skipti milli sín atkvæðum. Talsvert gat sé á markaðnum þegar kemur að íhaldssamara framboði.

Viðtalið við Snorra Másson má sjá í spilaranum hér að neðan en hann var mættur í Spursmál ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur, framkvæmdastjóra og meðlimi kosningastjórnar Jóns Gnarr og Jóni Gunnarssyni, alþingismanni og fyrrum ráðherra.

Katrín Jakobsdóttir á leið til fundar á Bessastöðum í dag …
Katrín Jakobsdóttir á leið til fundar á Bessastöðum í dag þar sem forseti féllst á lausnarbeiðni hennar úr embætti forsætisráðherra. mbl.is/Eyþór
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert