Halla Hrund býður sig fram

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla gefur …
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla gefur kost á sér til embættis forseta Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri og aðjúnkt við Har­vard há­skóla gef­ur kost á sér til embætt­is for­seta Íslands í for­seta­kosn­ing­un­um sem fram fara þann 1. júní næst­kom­andi.

Halla Hrund er fædd í Reykja­vík 12. mars 1981. Eig­inmaður henn­ar er Kristján Freyr Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri og meðstofn­andi hug­búnaðarfyr­ir­tæk­is­ins 50sk­ills. Þau eiga tvær dæt­ur, Hildi Krist­ínu, 11 ára, og Sögu Friðgerði, 4 ára. 

Halla Hrund er með BA gráðu í stjórn­mála­fræði frá Há­skóla Íslands, meist­ara­gráðu í alþjóðasam­vinnu með áherslu á hag­fræði og orku­mál frá The Fletcher School við Tufts há­skóla, og meist­ara­gráðu í op­in­berri stjórn­sýslu frá Har­vard há­skóla með áherslu á um­hverf­is- og orku­mál.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert