Alma hætt að íhuga framboð

Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alma Möller landlæknir hyggst ekki bjóða sig fram til embættis forseta Íslands.

Alma sagði í samtali við mbl.is undir lok febrúar að hún væri að íhuga að bjóða sig fram en nú hefur hún tekið af allan vafa.

Margir haft samband

Í skriflegu svari til mbl.is segir Alma að margir hafi haft samband og hvatt hana til framboðs.

„Þær hugleiðingar fóru ekki lengra en það og munu ekki gera það. Ég hef þannig aldrei sagst vera að íhuga framboð eða „liggja undir feldi“ en vil nota tækifærið og þakka þann mikla heiður og traust sem það er að vera nefnd í þessu sambandi,“ segir Alma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert