Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að slíta þingfundi á innan við 90 sekúndum enda galið að halda úti dagskrá á meðan ekkert liggi fyrir um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf í kjölfar afsagnar Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra.
„Það var auðvitað ekkert annað hægt og í fyrsta sinn sem glitti í mann sem ekki er á lokastigum meðvirkni,“ sagði Þorbjörg í færslu á Facebook-reikningi sínum og vísaði þar til Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis.
Hún segir það viljandi misskilning hjá ríkisstjórninni að það geti dögum sama verið á huldu hvort raunveruleg stjórn sé í landinu.
„Enginn þingfundur verður í dag, öllum fundum hjá nefndum þingsins hefur verið aflýst á morgun. Og engin ríkisstjórn í reynd starfandi í landinu. Á meðan að allur þessi tími fer í stólaleik er ekki verið að vinna að hag almennings.“
Hér fyrir neðan má lesa færslu Þorbjargar í heild sinni.