René Biasone á þing í stað Katrínar

Katrín Jakobsdóttir hefur sagt af sér þingmennsku. Fyrst um sinn …
Katrín Jakobsdóttir hefur sagt af sér þingmennsku. Fyrst um sinn mun René Biasone taka sæti hennar á þingi. Samsett mynd

Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi formaður Vinstri grænna, hefur sagt af sér þingmennsku.

Þetta kom fram í máli Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, skömmu áður en hann frestaði þingfundi. 

Búsett í Þýskalandi

Eva Dögg Davíðsdóttir mun að óbreyttu taka sæti Katrínar sem fyrsti varaþingmaður í Reykjavíkurkjördæmi norður þegar fram líða stundir.

Eva Dögg er aftur á móti búsett í Þýskalandi og mun þurfa einhverja daga til að koma sér fyrir á Íslandi áður en hún getur tekið sæti á Alþingi. 

Af þeim sökum mun René Biasone sem er annar varaþingmaður VG í Reykjavík norður taka sæti á þingi fyrst um sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert