Myndskeið: Hindruðu för frá Bessastöðum

Liðsmenn fé­lags ungra sósí­al­ista, Roða, auk mótmælenda frá fleiri félagasamtökum sátu á veginum að Bessastöðum til að hindra för fólks. Þrír mótmælendur voru handteknir að sögn mótmælanda sem var á staðnum.

Blaðamaður var stöðvaður í nokkrar mínútur á leið sinni frá Bessastöðum á meðan lögreglan fékk mótmælendur til að færa sig. Þá var hægt að aka bifreið inn á milli mótmælenda og út á hringtorgið.

Mótmælendur hrópuðu ýmsum slagorðum og kölluðu þeir eftir „kosn­ing­um strax“. Þá var einnig hrópað „van­hæf rík­is­stjórn“.

Ríkisráð fundaði á Bessastöðum fyrr í kvöld þar sem Katrín Jakobsdóttir lét formlega af embætti sem forsætisráðherra. Annar fundur hófst svo í kjölfarið þar sem Bjarni Benediktsson tók við sem forsætisráðherra. 

Mótmælendur sátu á veginum.
Mótmælendur sátu á veginum. mbl.is/Hermann
Um 30 mótmælendur voru á staðnum.
Um 30 mótmælendur voru á staðnum. mbl.is/Hermann
Þrír voru handteknir.
Þrír voru handteknir. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert