Myndskeið: Ný ríkisstjórn kynnt

Ný ríkisstjórn var kynnt í Hörpu í dag. Þar voru þeir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, en Bjarni verður forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar.

Hægt er að sjá upptöku af blaðamannafundinum í meðfylgjandi myndskeiði.

Sigurður Ingi færir sig úr innviðaráðuneytinu og verður fjármálaráðherra, Guðmundur Ingi verður áfram félags- og vinnumarkaðsráðherra. 

Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra og þingmaður Vinstri grænna, verður innviðaráðherra, en hún fer úr matvælaráðuneytinu. Í stað hennar kemur ný inn Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, sem tek­ur við mat­vælaráðuneyt­inu.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur undanfarið verið fjármálaráðherra, en hún mun aftur snúa í utanríkisráðuneytið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert