Síðasta myndin af ríkisstjórn Katrínar

Fráfarandi ríkisstjórn á sínum síðasta fundi á Bessastöðum.
Fráfarandi ríkisstjórn á sínum síðasta fundi á Bessastöðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Síðasta formlega myndin af ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, fráfarandi forsætisráðherra, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, var tekin á Bessastöðum nú fyrir skömmu. 

Á ríkisráðsfundi sem hófst upp úr klukkan 19 lætur Katrín formlega af embætti sem forsætisráðherra. 

Að þeim fundi loknum mun Guðni ávarpa fjölmiðla og síðan hefst annar fundur. Þar mun Bjarni Benediktsson taka við embætti forsætisráðherra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert