Vandræði Lasse Skytts aukast enn

Danski blaðamaðurinn Lasse Skytt er sagður hafa stundað ritstuld og …
Danski blaðamaðurinn Lasse Skytt er sagður hafa stundað ritstuld og skáldað tilvitnanir. Fjöldi fjölmiðla á Norðurlöndum hafa nú tekið úr birtingu greinar hans. Skjáskot/TV2

Tugir greina eftir danska blaðamanninn Lasse Skytt, sem búsettur hefur verið hér á landi, hafa verið dregnar til baka af norrænum fjölmiðlum eftir rannsókn á þeim vegna gruns um ritstuld og uppspuna, sem nú hefur verið staðfestur. Danska stórblaðið Jyllands-Posten hefur auk þess krafist jafnvirði 3 milljóna íslenskra króna í skaðabætur.

Fram kemur í Journalisten, málgagni danska blaðamannafélagsins, að við rannsókn norska tímaritsins Aftenposten Innsikt hafi fundist slíkir „ágallar“ á 23 af 43 greinum hans fyrir blaðið að nauðsynlegt hafi reynst að draga þær til baka.

Öll skrif Skytts fyrir tímaritið voru tekin úr umferð á sínum tíma, en fyrirhugað er að setja þær sem út af standa aftur í birtingu með leiðréttingum og réttum heimildum. Mikið af fölsunum Skytts fólust í að tína upp tilvitnuð ummæli í fólk úr öðrum miðlum og setja saman líkt og hann hefði tekið viðtalið.

Biðjast afsökunar í annað sinn

Í nýjustu útgáfu Aftenposten Innsikt, sem kom út í síðustu viku, eru lesendur beðnir afsökunar á rangfærslum og ritstuld í greinum Skytts. Þar er jafnframt greint frá því hvernig tímaritið hefur yfirfarið greinar hans.

Þetta er í annað sinn sem tímaritið biðst afsökunar á störfum Skytts, en í mars 2023 birti tímaritið ítarlega afsökunarbeiðni vegna átta blaðsíðna umfjöllun um meinta spillingu á Íslandi. „Í grein­inni var fram­setn­ing máls­ins sem fjallað var um óvæg­in, í hana vantaði viðbrögð þess ásakaða og í henni voru fleiri rang­færsl­ur,“ sagði í afsökunarbeiðninni.

Tilgangslaust að reyna að leiðrétta

Skaðabótakrafa Jyllands-Posten, sem dró til baka 39 greinar Skytts, miðast við að endurheimta það sem greitt var fyrir greinarnar og þá vinnu, sem fór í að komast að hinu sanna, en ekki þann áfelli, sem blaðið hefur orðið fyrir.

Jyllands-Posten réð í mars rannsóknarblaðamanninn Niels Lykke Møller hjá sjónvarpsstöðinni TV2 til starfa við að yfirfara og staðreyna allar greinar Skytts sem birtar höfðu verið í blaðinu.

„Því miður leiðir rannsóknin í ljós svo mörg vafaatriði og dæmi um rangar upplýsingar að ekki er tilgangur að reyna að leiðrétta og greina frá villunum,“ sagði Marchen Neel Gjertsen, ritstjóri Jyllands-Posten, í skriflegu svari við fyrirspurn Journalisten um niðurstöður rannsóknar á greinum Skytts.

Marchen Neel Gjertsen, ritstjóri Jyllands-Posten, segir rangfærslur og ritstuld Lasse …
Marchen Neel Gjertsen, ritstjóri Jyllands-Posten, segir rangfærslur og ritstuld Lasse Skytts vera svo umfangsmikið að ekki sé tilgangur að reyna að leiðrétta greinar sem hann skrifaði fyrir blaðið. Hafa þær verið teknar úr birtingu. Ljósmynd/Jyllands-Posten

„Þetta er mynstur rangra upplýsinga, við verðum að viðurkenna að Jyllands-Posten getur alls ekki ábyrgst greinar rithöfundarins. [...] Jyllands-Posten er einn þeirra fjölmiðla sem hefur líklega notað hann mest. Við skömmumst okkar fyrir það og viljum biðja lesendur okkar afsökunar. Við lentum í gildrunni, það má ekki gerast. Við höfnum alfarið vinnubrögðum Lasse Skytt og hefjum bótamál á hendur honum,“ sagði Gjertsen.

Allmargir norrænir miðlar aðrir hafa farið yfir skrif Skytts fyrir þá, eftir að Kristeligt Dagblad varð fyrst áskynja um ritstuld í greinum frá honum. Þar á meðal eru norsku blöðin Vårt Land, Dagbladet og Klassekampen, og dönsku blöðin Berlingske, Weekendavisen, Information, Journal­isten sjálft og Politiken.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert