Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór stólavillt þegar hann mætti í þingsal nú síðdegis. Bjarni ætlaði af gömlum vana að setjast í sitt gamla sæti sem tilheyrir nú Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra.
Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði þá benti Birgir Ármannsson, forseti þingsins, Bjarna á að hann ætti nú annað sæti í salnum enda kominn í annað ráðuneyti, sem kunnugt er.
Ekki er annað að sjá en að Bjarni og þingheimur hafi tekið þessu létt og getað brosað yfir þessu.