Hróp og köll heyrðust ofan af þingpöllum þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og nýr forsætisráðherra, flutti yfirlýsingu forsætisráðherra á þingfundi sem hófst klukkan 15.
Bjarni hafði vikið máli sínu að landamærunum þegar áhorfandi byrjaði að hrópa.
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, var fljótur að bregðast við og hringja bjöllunni.
„Gestir á bekkjunum geta ekki kallað fram í,“ sagði Birgir er hann reyndi að ná tökum á stöðunni.
„Gestir á bekkjunum verða að víkja af bekkjunum,“ sagði Birgir og hringdi bjöllunni aftur. „Gestir á bekkjunum verða að víkja og hafa þögn,“ ítrekaði þingforsetinn.
Bjarni hélt þá máli sínu áfram og áhorfandinn sömuleiðis.
Ekki leið þó á löngu þar til ekki heyrðist lengur í áhorfandanum í útsendingu Alþingis.
Fréttin hefur verið uppfærð.