Selenskí óskar Bjarna til hamingju

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, óskar Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra til hamingju með embættið í færslu á X.

„Ég hlakka til að vinna náið saman til að styrkja enn frekar langvarandi samstarf milli Úkraínu og Íslands á sama tíma og tryggja frið og öryggi fyrir bæði lönd okkar og alla Evrópu,“ skrifar Selenskí.

Bjarni tók við embætti forsætisráðherra af Katrínu Jakobsdóttur í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka