Netþjónn vefs Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda, nuna.is, hrundi upp úr klukkan átta í kvöld.
Ástþór hafði gefið út tilkynningu um að hann hygðist birta ávarp á nuna.is klukkan 20 en netverjar áttu erfitt með að fara inn á vefsíðuna hans.
„Það hrundi hjá okkur netþjónninn, það er verið að laga þetta,“ segir Ástþór í samtali við mbl.is.
Hann segir að þess megi vænta að ávarpið verði komið inn á vefsíðuna á næsta klukkutíma, eða fyrir klukkan 22.