Kosning til embættis biskups Íslands hefst kl. 12 í dag og stendur hún yfir til kl. 12 þriðjudaginn 16. apríl.
Kosið verður á milli þeirra kandídata sem fengu flestar tilnefningar til embættisins, eða sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur, sr. Guðmundar Karls Brynjarssonar og sr. Elínborgar Sturludóttur.
Síðasti kynningarfundurinn var á miðvikudag í Lindartungu í Vesturlandsprófastsdæmi. Þar kynntu biskupsefnin sig og málefni sín, að því er kemur fram á vef kirkjunnar.