Ósáttur við undirskriftalistann

Bjarni Benediksson og Björn Bjarnason
Bjarni Benediksson og Björn Bjarnason Samsett mynd/Kristinn Magnússon

„Það er eitt­hvað skrýtið sé unnt að nota vefsíðuna Ísland.is til að efna til mót­mæla gegn for­sæt­is­ráðherra lands­ins af póli­tísk­um and­stæðing­um hans.“

Þetta seg­ir Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins, í pistli á heimasíðu sinni bjorn.is.

Til­efni skrifa Björns er und­ir­skrif­alisti gegn Bjarna Bene­dikts­syni, sem hef­ur tekið við embætti for­sæt­is­ráðherra í stað Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.

List­inn er á síðunni is­land.is og ber yf­ir­skrift­ina: „Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðning sem for­sæt­is­ráðherra.“ Þegar þetta er skrifað hafa yfir 32 þúsund manns tekið þátt í und­ir­skrifta­söfn­un­inni.

Sögð á ábyrgð konu sem lík­lega teng­ist Sam­fylk­ing­unni

Björn seg­ir að verði is­land.is að op­in­berri skila­boðaskjóðu fyr­ir nafn­lausa ein­stak­linga sem vilja grafa und­an stjórn­ar­skrár­bundn­um kosn­ing­um og lýðræðis­regl­um sé illt í efni.

„Söfn­un und­ir­skrifta þar gegn ráðherr­an­um er sögð á ábyrgð konu sem lík­lega teng­ist Sam­fylk­ing­unni, sé nafn henn­ar rétt. Fjöl­miðlar kepp­ast í blindni við að segja frá því hve dug­legt fólk er að rita und­ir mót­mæl­in. Sé farið inn á síðuna virðist stór hluti þeirra, sem fylla töl­una sem fjöl­miðlar birta, nafn­laus­ir eins og um leyni­lega at­kvæðagreiðslu sé að ræða,“ seg­ir Björn.

Björn seg­ir að sé það til­gang­ur þjón­ustugátt­ar is­land.is, að koma í stað kosn­inga eða at­kvæðagreiðslna með því að í skjóli nafn­leynd­ar geti menn sagt skoðun sína á mönn­um og mál­efn­um, ætti það að koma fram á síðunni ásamt regl­um sem um þetta þjón­ustu henn­ar gilda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert