Gekk berserksgang á Langholtsvegi

Maðurinn veitti bílnum nokkur bylmingshögg með barefli áður en hann …
Maðurinn veitti bílnum nokkur bylmingshögg með barefli áður en hann gekk á brott.

Ein­stak­ling­ur í miklu ójafn­vægi gekk ber­serks­gang á Lang­holts­vegi fyrr í dag. Á mynd­bandi sem birt var á hverf­issíðunni Lang­holts­hverfi 104 fyrr í dag má sjá full­orðinn karl­mann veit­ast að bif­reið í bíla­stæði við Lang­holts­veg.

Hélt hann á ein­hvers kon­ar bar­efli og sló nokkr­um sinn­um kröft­ug­lega í aft­ur­rúðu bíls­ins.  

Þá má einnig sjá annað mynd­band af mann­inn bera sig á miðri götu fyr­ir fram­an aðvíf­andi um­ferð. 

Frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að lög­regla hefði verið kölluð til og hand­tók hún mann­inn í kjöl­farið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert